Nokia C3 00 - WLAN-tengimöguleikar

background image

WLAN-tengimöguleikar

Hægt er að nota þráðlaust staðarnet til að

tengjast internetinu. Hægt er að leita að

og tengjast tiltækum staðarnetum, vista

og nota net sem valin eru, og breyta

tengistillingum.
Tækið styður sjálfvirka sannvottun heitra

reita á þráðlausu staðarneti og finnur

sjálfkrafa hvort slíka sannvottun þarf til að

tengjast internetinu, t.d. á opinberum

stöðum.
Rjúfa skal þráðlausu

staðarnetstenginguna þegar hún er ekki í

notkun til að spara rafhlöðuna. Ef þráðlaus

staðarnetstenging er ekki notuð í um 5

mínútur rofnar hún sjálfkrafa.
Þráðlaus staðarnetstenging kann að

verða stöðugri ef slökkt er á Bluetooth.

Stillingar 25

© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

background image

Þau forrit sem notast við þráðlaust

staðarnet ganga á rafhlöðu símans og

draga úr endingu hennar.

Til athugunar: Notkun þráðlauss

staðarnets kann að vera takmörkuð í

einhverjum löndum. Í Frakklandi er aðeins

heimilt að nota þráðlaust staðarnet

innandyra. Nánari upplýsingar fást hjá

yfirvöldum á staðnum.